A review by atlas_shruggs
Mandla by Hildur Knútsdóttir

challenging emotional tense fast-paced
  • Plot- or character-driven? Character
  • Strong character development? Yes
  • Loveable characters? Yes
  • Diverse cast of characters? No
  • Flaws of characters a main focus? Yes

5.0

Ef ég gæti gefið 6 stjörnur þá myndi Mandla fá þær. Prósinn er stórfenglegur eins og í hinum nóvellum Hildar, lýsingarnar eru nákvæmar og einfaldar en samt svo fallegar. Mér fannst rosalega athyglisvert að lesa um lækni sem sérhæfir sig í umönnun aldraðra og hvernig hún tekst á við dauðann, sérstaklega þar sem hún er sjálf með svo mikinn heilsukvíða. Ég elska líka hvernig Hildur nær að kommenta á kvenfyrirlitningu og hversu normalíseruð hún er, eins og með muninn á því hvernig Eva talar við aðstandendur vs hvernig Þorgrímur talar við þá.
Hryllingurinn hérna var líka tvíþættur, annars vegar kötturinn Mandla og hins vegar eltihrellir Evu. Óttinn hennar Evu er svo vel fangaður á svo stuttum tíma og athygli beint á það hve illa kerfið er sett upp fyrir þolendur eltihrella.

Expand filter menu Content Warnings