Scan barcode
A review by oligneisti
A Secret History of the IRA: Gerry Adams and the Thirty Year War by Ed Moloney
4.0
Stóráhugaverð bók. Hún fjallar í raun meira um friðarferlið sjálft heldur en sögu IRA sem slíka. Hún sýnir vel og vandlega að það sem við sáum af friðarferlinu var í raun bara toppurinn af ísjakanum.
Bókin er mikið til um Gerry Adams sem er ótrúlega flókinn einstaklingur. Hann er harðsvíraður og tilbúinn að láta beita ofbeldi. En hann setti sjálfan sig í raunverulega hættu til þess að koma friðarferlinu af stað og í gegn. Það hvers vegna hann gerði þetta er spurningin sem bókin svarar ekki. Helst lítur það út fyrir að það hafi verið framagirni hans sjálfs sem spilaði stærsta hlutverkið. Hann vildi ekki enda sigraður eins og eldri kynslóðir af IRA meðlimum í norðrinu.
Á köflum er líka óljóst hvort Adams hefði keyrt á ofbeldinu áfram ef vopnasmyglsáætlanir hefðu gengið upp og IRA hefði getið ráðist óvænt og á fullum krafti á Breta eða hvort hann hefði reynt að nota þessi vopn sem vogarafl í viðræðunum.
Höfundurinn hefur greinilega þessa sömu geðklofa hugmyndir um Gerry Adams. Hann dáist í raun að því að Adams hafi komið friðarferlinu í gegn en hefur mikla andúð á því að Adams, og félagar hans, hafi komið sér í valdastöður í kjölfarið.
Auðvitað er erfiðast í öllu þessu samhengi að setjast í spor einhvers sem elst upp í þessu umhverfi. Hver veit maður hefði sjálfur umturnast og talið réttlætanlegt að beita ofbeldi í sömu sporum?
En ég held ég muni seint treysta nokkru sem Gerry Adams segir. Hann virðist alltaf telja fullkomlega rétt að blekkja sína eigin fylgismenn og því varla möguleiki á að honum þykji eðlilegt að segja nokkrum manni satt.
Bókin er mikið til um Gerry Adams sem er ótrúlega flókinn einstaklingur. Hann er harðsvíraður og tilbúinn að láta beita ofbeldi. En hann setti sjálfan sig í raunverulega hættu til þess að koma friðarferlinu af stað og í gegn. Það hvers vegna hann gerði þetta er spurningin sem bókin svarar ekki. Helst lítur það út fyrir að það hafi verið framagirni hans sjálfs sem spilaði stærsta hlutverkið. Hann vildi ekki enda sigraður eins og eldri kynslóðir af IRA meðlimum í norðrinu.
Á köflum er líka óljóst hvort Adams hefði keyrt á ofbeldinu áfram ef vopnasmyglsáætlanir hefðu gengið upp og IRA hefði getið ráðist óvænt og á fullum krafti á Breta eða hvort hann hefði reynt að nota þessi vopn sem vogarafl í viðræðunum.
Höfundurinn hefur greinilega þessa sömu geðklofa hugmyndir um Gerry Adams. Hann dáist í raun að því að Adams hafi komið friðarferlinu í gegn en hefur mikla andúð á því að Adams, og félagar hans, hafi komið sér í valdastöður í kjölfarið.
Auðvitað er erfiðast í öllu þessu samhengi að setjast í spor einhvers sem elst upp í þessu umhverfi. Hver veit maður hefði sjálfur umturnast og talið réttlætanlegt að beita ofbeldi í sömu sporum?
En ég held ég muni seint treysta nokkru sem Gerry Adams segir. Hann virðist alltaf telja fullkomlega rétt að blekkja sína eigin fylgismenn og því varla möguleiki á að honum þykji eðlilegt að segja nokkrum manni satt.